Markmið/Gagnlegar upplýsingar

      Markmið

  • Mætum tímanlega og nýtum æfingatímann vel
  • Verum undirbúnar fyrir hverja æfingu
  • Fylgjumst vel með og förum eftir fyrirmælum kórstjórans
  • Syngjum blaðlaust á tónleikum og af ánægju
  • Verum jákvæðar og gerum ávalt okkar besta
  • Stöndum saman sem heild og hvetjum hvor aðra
  • Tökum vel í uppátæki kórstjóra/stjórnar
  • Vekjum athygli sem metnaðarfullur, samstæður og hugmyndaríkur kór
  • Brosum – það kostar ekkert en ávinnur mikið Gagnlegar upplýsingar
  • Æfingar eru á mánudögum kl. 18:00-20:00 í Reykholtskirkju
  • Kórstjóri er Hólmfríður Friðjónsdóttir
  • Æfingatímabil eru frá byrjun eða miðjum september til byrjun desember. Byrjum aftur eftir jól í janúar til loka apríl byrjun maí.
  • Æfingargjöld eru 30 þúsund krónur hver önn og eru innheimt 1. október og 1. febrúar (2025-2026)
  • Langur laugardagur er haldin einu sinni á önn og mikilvægt að konur nýti sér hann vel.
  • Tónleikar: við reynum að halda að minsta kosti tvenna tónleika á ári hvort sem við erum einar eða með öðrum. Þetta eru jólatónleikar og vortónleikar. Auk þess syngjum við saman í Brákarhlíð fyrir jólin og að vori.
  • Fundir eru tveir: Haustfundur þar sem farið er yfir komandi ár og aðalfundur sem haldin er eftir 15 maí.
  • Stjórn Freyjukórsins: Ingibjörg Kristleifsdóttir formaður, Erla Gunnlaugsdóttir gjaldkeri, Harpa Dröfn Blængsdóttir ritari, Kristín Gunnarsdóttir og Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir meðstjórnendur.
  • Einkunarorð okkar eru: Metnaður, gleði og góður andi